Rúlletta nefnist leikurinn sem við fjöllum um hér. Rúllettan hefur verið spiluð síðan á 18. öld og var þá vinsæl á meðal aðalsfólks. Leikurinn er sívinsæll og hefur verið allar götur síðan á 18. öld. Nú er leikurinn einnig aðgengilegur á netinu og við ætlum að kynna ykkur nánar fyrir rúllettunni.
Bestu og ábyrgustu rúllettu-spilavítin á netinu fyrir íslenskan markað árið 2025
Hvernig á að spila rúllettu?
Reglurnar í rúllettu eru tiltölulega einfaldar. Í grundvallaratriðum er rúlletta tækifærisleikur þar sem spilarar veðja á hvar lítil kúla mun lenda á snúningshjólinu. Hjólið samanstendur af númeruðum vösum, venjulega frá 00 til 36. Tölurnar skiptast á rauðu og svörtu og núllin eru venjulega græn.
Til að spila rúllettu, snýr féhirðir spilaborðsins hjólinu í eina átt á meðan hann rúllar lítilli kúlu í gagnstæða átt. Þegar hægist á hjólinu, missir boltinn skriðþunga og stöðvast að lokum í einum af númeruðu vösunum. Vinningsveðmálið ræðst af vasanum þar sem boltinn lendir.
Það sem gerir rúllettuna svo spennandi, eru margs konar veðmöguleikar sem eru í boði fyrir spilara. Þú getur veðjað á stakar tölur, margar tölur, liti, odda- eða sléttar tölur og svo framvegis. Hver tegund veðmála hefur sínar eigin útborgunarlíkur, sem bætir aukalagi af kænsku og eftirvæntingu við leikinn.
Ýmsar gerðir af rúllettu
Þar sem rúllettan er vinsæll spilavítisleikur, þá eru til hinar ýmsu útgáfur af leiknum. Við ákváðum að kynna þig fyrir nokkrum af leim helstu sem eru á sveimi.
Gjafari í beinni – Kosturinn við að spila rúllettu á netinu er sá að þú getur valið að hafa gjafara í beinni. Þá færðu þessa raunverulegu spilavítisupplifun sem fylgir hefðbundnum spilavítum.
Hefðbundin rúlletta – Hérna færðu mannlega þáttinn. Hefðbundin rúlletta í hefðbundnu spilavíti er sérstök upplifun og spennan er æsandi. Þú ert í samskiptum við gjafara og aðra spilara.
Evrópsk rúlletta – Þegar kemur að leiknum, þá er evrópsk rúlletta er sígildasti leikurinn í Evrópu. Hér finnur þú 37 tölur á borðinu (0-36), sem þýðir að það er aðeins eitt núll. Evrópsk rúlletta er einnig sú sem oftast er fáanleg í spilavítum á netinu.
Frönsk rúlletta - Franska rúllettan lítur nákvæmlega eins út og evrópsk rúlletta en það er pínulítill munur. Ef þú veðjar ytra veðmál og núll kemur upp, taparðu aðeins helmingi veðmálsins með La Partage Roulette reglunni.
Amerísk rúlletta - Amerísk rúlletta er með sömu reglur og evrópsk rúlletta en þó hafa ameríkanar valið að bæta við aukatölu og hafa tvöfalt núll (00). Þrátt fyrir aukatölu á borðinu eru útborganir þær sömu, sem gefur húsinu meiri forskot þegar amerísk rúlletta er spiluð.
Multi-wheel rúlletta - Multi Wheel Roulette gerir þér kleift að spila á nokkrum hjólum á sama tíma. Alls snúast sex borð og þú getur veðjað á þau öll í einni og sömu umferð. Til dæmis, ef þú spilar samkvæmt tölu, spilarðu með sömu tölunni á öllum sex borðunum á sama tíma. Með öðrum orðum, þú getur ekki spilað fjölhjóla-rúllettu með mismunandi tölum á borðunum. Multi Wheel rúlletta er ekki mjög algeng í spilavítum á netinu og því er einnig erfitt að finna hana.
Rúlletta án núll-tölu – Á 18. öld var rúllettan hönnuð þannig að spilavítin mundu græða vandlega. «No Zero» rúlletta er algjört frávik frá þessu markmiði. Ólíkt evrópskri eða amerískri rúllettu, er ekkert núll eða tvöfalt núll á hjólinu. Þannig hefur húsið engan séns.
Hvernig spilum við rúllettu á netinu?
Það sem þú þarft að byrja á að gera er að finna gott spilavíti sem hentar þínum þörfum og þér list vel á. Þegar leitinni er lokið þá ferðu í gegnum eftirfarandi skref:
Skráning: Þú byrjar á því að skrá þig í viðkomandi spilavíti. Þar þarftu að gefa upp almennar upplýsingar; s.s. nafn, heimilisfang o.s.frv. Einnig þarftu að gefa upp greiðsluupplýsingar en þú getur stólað á að við mælum með bestu rúllettu spilavítunum á Íslandi, þar sem öryggi viðskiptavina okkar er alltaf í forgangi.
Innborgun: Næsta skref er að leggja pening inn á aðganginn þinn í spilavítinu svo þú getið veðjað á leikinn. Þetta er alla jafna einstaklega einfalt ferli sem tekur skamman tíma.
Veldu rétta leikinn: Þegar skráningu og innborgun er lokið, geturðu hafið leitina að rúllettunni sem er aðlaðandi fyrir þig. Úr mörgu er að velja, því er um að gera að vanda valið.
Skoðaðu spilaborðið: Gott er að skoða borðið og uppsetningu þess. Þú munt til dæmis sjá að tölurnar á hjólinu eru ekki í venjulegri uppröðun frá lægstu til hæstu tölu, heldur eru þær í handahófskenndri uppröðun.
Þegar þessu ferli er lokið, er kominn tími til að kynna sér reglur leiksins. Hafðu það sem þumalputtareglu að kynna þér ávallt leikreglur áður en þú hefur spilun leiks.
Reglur leiksins
Áður en spilun er hafin, þá mælum við með að lesa reglurnar vandlega svo þú sért með allt á hreinu áður en spilun hefst. Reglurnar eru sem hér segir:
1. Veðja - Ef þú ert að spila rúllettu_á_netinu, skaltu velja magn spilapeninga til að veðja með. Settu svo spilapeninga á flötinn sem þú vilt veðja á.
2. Snúðu hjólinu - Í rúllettu á netinu eru engin tímatakmörk. Þannig að þegar þú ert klár í slaginn, skaltu ýta á „Snúnings“ hnappinn. Þetta mun hleypa kúlunni af stað í sýndarhjólið.
3. Útkoma - Hjólið stöðvast og boltinn sest í einhvern af vösunum. Rúllettuleikir á netinu nota slembitölugjafa (e. RNG) til að ákvarða útkomuna.
4. Niðurstaða - Haltu í þér andanum. Ef lukkan leikur við þig, færðu vinningssummu. Næsta umferð hefst eftir niðurstöðuna.
5. Aðrar reglur - 'En Prison' reglan er regla sem aðeins er hægt að nota á veðmál með jöfnum upphæðum. Þegar núll kemur upp hefur spilarinn tvo valkosti:
-
- Að endurheimta helming veðmálsins og tapa hinum helmingnum.
- Að skilja eftir veðmálið (en prison = í fangelsi) fyrir næsta snúning hjólsins með veði upp á allt eða ekkert. Ef síðari snúningurinn stöðvast aftur á núlli eða passar ekki við «en prison» veðmálið, þá tapast allt veðmálið. Ef útkoma síðari snúningsins passar við veðmálið, er peningum spilarans skilað.
6. La partage reglan - Reglunni svipar til «en prison» reglunnar en í þessu tilfelli hefur spilarinn engan valkost þegar núllið kemur upp og einfaldlega tapar helmingi veðmálsins.
Uppsetning rúllettuborðs og hjóls
Hjólið er að finna á vinstri hlið borðsins og hægri hlið borðsins er frátekin fyrir veðmál. Svæðið fyrir veðmál er þakið grænum dúk og er með hvítum römmum með hólfum sem innihalda tölur sem samsvara þeim á hjólinu sem og öðrum hólfum.
Á hverju borði eru spilapeningar settir á innri veðmál og ytri veðmál. Innri veðmál eru þau sem sett eru í ramma einstakra talna en ytri veðmál eru þau sem eru sett í ytra hólf – þetta eru víðtækari veðmál eins og rauður, svartur, slétt tala, oddatala, hátt og lágt. Fyrra veðmálið er með minni möguleika á vinningi en fleiri útborganir en síðarnefnda gefur meiri möguleika á að vinna en lægri útborganir.
Hugtök í rúllettu
- Kalt borð – Bendir til þess að allir spilarar séu að tapa fyrir húsinu.
- Heitt borð – Þegar spilarar eru að vinna og húsið að tapa.
- Fjármagn – Kallast Bankroll í spilavítunum, þetta er féð sem þú notar í leikinn.
- Croupier – Franskt orð yfir gjafara leiksins.
- Cheval – Franska yfir veðmál sem er skipt.
- Samsett veðmál – Veðmál þar sem þú hefur veðjað á 2 eða fleiri tölur.
- Hornaveðmál – Þegar þú leggur veðmál á 4 tölur með því að setja spilapeninga þína við hornið á tölunum.
- Jafnt veðmál – Jafnt veðmál greiðir út 1:1, t.d. Rauður/svartur eða slétt/oddatala. Þetta er einnig þekkt sem Flat veðmál.
- Mark – Gjafarinn notar þetta til að merkja vinningstöluna eftir hvern snúning. Þegar markið hefur verið fjarlægt af borðinu, geta spilarar lagt fram ný veðmál fyrir næsta snúning.
- Mini rúlletta – Þessi útgáfa af rúllettu er fáanleg í takmörkuðum spilavítum á netinu. Hún er með minna hjól með 13 tölum (0-12) og samhæfum útborgunum. Nokkrar útgáfur af leiknum skila helmingi veðmáls þegar snúningurinn lendir á 0.
- Oddaveðmál – Veðmál sem veðjað er á að kúlan lendi á einhverjum af oddatölunum. Útborgun er 1:1.
- Orphans – Veðmál sem þú setur á 3 ákveðnar tölur. Þær eru 6, 34 og 17 og tölurnar eru nágrannar á rúllettuhjólinu.
- Tiers Du Cylindre – Veðmál á ákveðinn hóp talna á hluta rúllettahjólsins sem er á þriðja hluta hjólsins á móti núllvasanum. Algengt í evrópskum spilavítum.
- Transversale – Franskt hugtak fyrir «Street» veðmál.
- Voisins Du Zéro – Veðmál á ákveðinn hóp talna á hluta rúllettuhjólsins í kringum 0. Algengt í evrópskum spilavítum.
Veðmál og spilun rúllettu
Áður en gjafarinn lokar borðinu til að skella kúlunni á hjólið, þarftu að leggja fram þitt veðmál. Fyrst og fremst þarftu að ákvarða upphæðina sem þú vilt veðja. Til eru þónokkrar tegundir af veðmálum sem hægt er að nýta sér í rúllettu, svo sem að veðja á svartan eða rauðan, oddatölu eða slétta tölu og fleiri gerðir sem við munum útlista hér að neðan.
Þegar þú hefur ákveðið þig, þarftu að velja þá tölu/lit eða annað sem þú telur líklegast til sigurs. Talan getur verið frá 1 upp í 36. Þegar þú hefur lagt veðmálið, mun gjafarinn skutla kúlunni á hjólið þar sem hún mun snúast þar til hún lendir á einni tölu sem vinnur veðmálið. Hér er spennan í hámarki, að horfa á kúluna snúast hring eftir hring þar til hún lendir loks í einum af vösunum á hjólinu. Lendi kúlan á þinni tölu, ert þú sigurvegarinn. Lendi talan á núlli, vinnur húsið. Séu fleiri að spila við sama borð, eru hinir spilararnir einnig líklegir til sigurs.
Líkur og útborganir
Líkurnar á að vinna í rúllettu eru algjörlega háðar veðmálinu. En fyrir hvern veðmöguleika er leikurinn með ákveðinn kostur fyrir húsið. Kostur hússins ræðst af auka núllvasanum, allt eftir útgáfu leiksins og útborgun veðmálsins. Evrópsk rúlletta er með einn núllvasa en amerísk rúlletta er með tvo núllvasa sem eru grænir.
Því eru líkur á að vinna beint veðmál í evrópskri rúllettu 1 á móti 37. Þetta er vegna þess að þú veðjar aðeins á eina tölu af þeim 37 tölum sem í boði eru. Ytri veðmál ná yfir 18 tölur, þannig að ef þú veðjar t.d. á að vinningstalan sé svart, er möguleikinn á vinningi 18 á móti 37 eða næstum 50/50. Hins vegar er þessi „næstum“ möguleiki mikilvægur þegar við komum að útborgunum.
Það besta við rúllettuna er að spilarar geta valið hvaða tegundir veðmála þeir vilja leggja. Þú getur valið eins marga valkosti og þú vilt á borðinu til að áætla áhættustigið fyrir hvern snúning. Bein veðmál eru áhættusamari, þar sem erfitt er að ná þeim en þau veita einnig stærstu vinningana.
Þegar þú ert að spila rúllettu, er sniðugt að áætla veðmálin þín og að kynna sér nöfn veðmálanna og hvað þau merkja. Við ætlum því að skella inn smá klausu um helstu og vinsælustu velmál rúllettunnar.
Fyrir hverja gerð veðmáls eru mögulegar útborgunarlíkur í rúllettu tilgreindar í stærðfræðiforminu x:1. Þetta þýðir að þú munt vinna x dollara fyrir hvern 1 dollara sem þú veðjar með. Til dæmis býður stakt veðmál upp á 35:1 útborgun. Þannig að ef þú vinnur, færðu dollarann þinn til baka ásamt $35 vinningi.
Hér eru nokkur nöfn á veðmálum ásamt líkum þeirra:
Útborgun ytri veðmála
- Rauður eða svartur 1:1
- Odda- eða slétt tala 1:1
- Hátt eða lágt 1:1
- Tugir (e. the douzins) 2:1
- Dálkar (e. the columns)2:1
Útborgun innri veðmála
- Beint veðmál (e. straight bets) 35:1
- Skipti veðmál (e. split bets) 17:1
- Götuveðmál (e. Street bets) 11:1
- Square Veðmál (e. Squate bets) 8:1
- Körfuveðmál (e. Basket bets) 6:1
- Línuveðmál (e. line bets) 5:1
Kænska og ráð
Þó svo að rúlletta gangi mest út á heppni spilarans, þá eru til nokkur ráð og kænska sem þú getur nýtt þér í leiknum.
- Forðastu núll – Hvort sem þú velur ameríska eða evrópska rúllettu, þá er gott ráð að forðast auka núllið. Þess í stað er góður upphafspunktur að veðja á stöðuga vexti; odda/sléttar tölur, rauður/svartur og lágt (1-18)/hátt (19-36), þar sem tvöfalt núll getur virkilega skaðað reglulega sigra.
- «Bond» strategía – Notirðu lævísari aðferðir, geturðu dregið úr áhættunni enn frekar. Frægt dæmi er Bond strategían. Hér skiptir þú upp fénu til að ná sem mestum hluta borðsins. Segðu til dæmis að þú ættir 10.000 kr.; þá myndirðu veðja 5.500 kr. á háu tölurnar, 4.000 kr. á fyrsta þriðjungnum og 500 kr. á núllið sem tryggingu - þetta nær yfir 31 af 37 tölum og gefur 83,7% vinningsmöguleika fyrir einn snúning.
- Martingale stefnan – Spilirðu eina af þessum leiðum reglulega, er nokkuð algengt kerfi að tvöfalda veðmálið þegar þú tapar. Það er kallað Martingale System og fyrir suma getur það verið góð leið til að auka hægt og rólega vinninginn þinn.
- D'Alembert stefnan – Í stað þess að tvöfalda veðmálið eftir alla sigra eða tap, þýðir d'Alembert að þú ættir að hækka veðmálið um eitt stig eftir tap og lækka veðmálið um eitt stig ef þú vinnur. Öfugt við Martingale stefnuna, leggur d'Alembert einnig til að þú ættir að yfirgefa borðið þegar þú hefur unnið eins oft og þú hefur tapað.
Frí rúlletta og rúlletta með alvöru peningum
Rúlletta er víða á netinu og þú hefur einnig möguleika á að spila rúllettu ókeypis á netinu. Það geta verið margar ástæður fyrir því að þú ákveður að spila ókeypis rúllettu á netinu en sú mikilvægasta er að þú átt ekki á hættu að tapa peningum á meðan þú lærir reglurnar. Þetta þýðir að þú veist hvað þú átt að gera þegar þú byrjar að spila rúllettu með alvöru peningum. Þú ættir einnig að muna að það er mjög skemmtilegt að spila ókeypis rúllettu og á sama tíma færðu tækifæri til að kanna heim rúllettunnar og uppgötva nýja og spennandi rúllettuleiki sem þú getur spilað á netinu.
Sértu nýliði þá er alltaf góð regla að byrja á ókeypis leikjunum sem eru í boð. Svo þegar þú telur þig vera færa/n um að hefja leik með alvöru peningum, þá er úr nægu að velja. Hér er spennustigið í hámarki þar sem að peningar eru undir og þú getur annað hvort sigrað eða tapað peningum. Hægt er að velja rúllettuleiki sem eru með sýndarhjóli og borði eða rúllettu með gjafara í beinni, sem hámarkar upplifunina til muna. Hér ertu í samskiptum við gjafarann og allt gerist í rauntíma. Mundu samt að hafa fyrirfram ákveðna upphæð sem þú ætlar að nota í leikinn svo þú farir þér ekki að voða.
Leikurinn er afar vinsæll og hefur verið það í nokkrar aldir. Hann býður upp á ákveðna fágun sem gerir leikinn enn skemmtilegri. En einnig er mikilvægt að hafa í huga að rúlletta er lukkuleikur og hann skal spila fyrst og fremst ánægjunnar vegna.
Spilaðu rúllettu í farsímanum
Þó mörgum þyki best að spila fjárhættuspil í tölvunni, er heimurinn að nútímavæðast. Stærri hlutar spilavítisiðnaðarins beinast í auknum mæli að farsímaspilurum og það er ekki að ástæðulausu að fleiri velja að spila á þessum tækjum – núorðið notum við farsíma okkar eða spjaldtölvur fyrir allt.
Hvort sem þú hefur spilað rúllettu áður eða ekki, þá er rúlletta í farsímanum frábær leið til að eyða tímanum. Þrátt fyrir að slík tæki séu með frekar litla skjái, er vinsæli spilavítileikurinn fullkomlega lagaður að stærðinni og hann verður óaðfinnanleg upplifun sem mun gera langan bíltúr eða biðtímann hjá lækninum mun ánægjulegri. Jafnvel reyndir rúllettuspilarar munu kunna að meta farsímaupplifunina.
Við viljum þó fyrst og fremst árétta að leikir í farsíma geta verið hættulegir fyrir suma spilara. Ef þú átt í erfiðleikum með leiki ættirðu að halda þig frá þessum eiginleika. Það síðasta sem spilarar þurfa er að það sé "alltaf" til staðar. Mundu að þetta er hrein skemmtun.
Að spila í spilavíti í farsíma er ekki óvenjulegt í dag og þess vegna eru allir helstu framleiðendur að framleiða fleiri og fleiri leiki sem eru aðlagaðir að farsíma. Rúlletta í farsíma hefur verið fáanleg í nokkurn tíma og því munu næstum öll spilavíti á netinu bjóða spilurum sínum upp á þennan valkost. Allt er nákvæmlega eins á netinu, bara á minni skjá.
Helstu kostir við rúllettu í farsímanum:
- Aðlöguð að litlum og meðalstórum skjáum fyrir óaðfinnanlega spilaupplifun.
- Hægt að spila beint úr vafranum.
- Sum spilavíti bjóða upp á sérstaka bónusa fyrir farsímaspilara.
Ókostir:
- Rúlletta í spilavíti í beinni á farsímaskjá getur verið nokkuð takmarkandi.
Hvernig á að velja bestu spilavítin til að spila rúllettu á netinu?
Mikilvægt er að velja rétta spilavítið fyrir þig. Þannig geturðu hámarkað þína upplifun í leiknum sem þú elskar. Hér eru nokkrir þættir sem vert er að skoða áður en þú velur uppáhalds spilavítið þitt:
Orðspor og leyfi: Þetta eru eflaust tveir að mikilvægustu þáttunum sem ber að skoða vandlega. Allar almennilegar spilavítissíður eru með trausta leikjaframleiðendur og leyfi frá ábyrgum yfirvöldum. Spilavítin sem við mælum með eru öll með áreiðanleg leyfi og gott orðspor, því er þér ávallt óhætt að finna síður í gegnum okkur.
Víðtækt úrval leikja: Bestu spilavítin á Íslandi eru með ríkulegt úrval rúllettuleikja í alls kyns útgáfum, þ.e.a.s. evrópska, franska, ameríska og jafnvel fleiri útgáfur.
Notendaupplifun: Upplifun leiksins er allt. Þegar maður spilar rúllettu, vill maður spennu,kænsku og skemmtun. Því er mikilvægt að grafíkin sé góð, tæknin sé óaðfinnanleg og skemmtunin í hámarki.
Bónusar og kynningartilboð: Bestu_netspilavítin bjóða upp á góða bónusa og kynningar fyrir notendur sína. Gjafr spilavítanna til spilara eru mismunandi eftir spilavítum, því skaltu vafra vandlega á milli spilavítanna og finna bónusinn sem hentar þér best.
Viðskiptaþjónusta og öryggi: Þegar maður lendir í vandræðum þá er mikilvægt að fá góða þjónustu frá viðkomandi spilavíti og vera viss um að upplýsingar manns séu öruggar. Hægt er að skoða umsagnir víða á netinu um þjónustu spilavítanna við viðskiptavini þeirra.
Hugbúnaðarveitendur: Eigendur bestu spilavítanna eru með bestu hugbúnaðarveitendurna. Þeir þekkja kröfur viðskiptavina sinna og leitast því eftir að vera með bestu og nýjustu tækni sem er á markaðinum.
Nú ættirðu að vera komin/nn með nokkuð góða hugmynd um hvernig á að spila rúllettu á netinu. Bestu spilavítin á netinu bíða þín og nú byrjar skemmtunin. Mundu að vanda valið á bæði spilavíti og leik sem þú velur, sértu nýliði þá mælum við eindregið með því að þú æfir þig í ókeypis rúllettu á netinu, það er svakalega góð æfing. Hafðu svo ávallt í huga að spila á ábyrgan máta og ekki fara yfir hámarks upphæðina þína hverju sinni. Sértu hrædd/ur um að þú sért að missa tökin, skaltu tala við fagaðila. Við óskum þér góðs gengis og góðrar skemmtunar!
Almennar spurningar
Hvernig set ég upp rúllettuhugbúnað á netinu?
Hugbúnaðurinn er fljótlegur og auðveldur í uppsetningu – og í heimi netspila eru fleiri möguleikar til að spila rúllettu á netinu en nokkru sinni fyrr. Til dæmis leyfa flestar síður nú spilurum að setja upp hugbúnað sem hægt er að hlaða niður á tölvuna sína, sem veitir aðgang að rúllettu og úrvali leikja viðkomandi síðu.
Hvers konar útgáfur af rúllettu get ég spilað?
Á flestum fjárhættuspilasíðum á netinu eru tvær útgáfur af rúllettu í boði. Það er evrópsk rúlletta, sem er útgáfan með einu núlli. Svo er það amerísk rúlletta, sem er með tvö núll á hjólinu. Þegar hvort tveggja er í boði er evrópsk rúlletta venjulega betri kosturinn fyrir spilarann.
Þarf ég að spila fyrir alvöru peninga?
Nei, til eru útgáfur þar sem þú þarft ekki að nota pninga og þær eru tilvaldar til að æfa sig í rúllettu.
Hvaða greiðslumátar eru í boði?
Algengustu greiðslumöguleikar í netvæddum spilavítum eru debet- og kreditkort eins og Visa og Mastercard. Svo eru aðrir valkostir hjá flestum spilavítum eins og PayPal og Skrill, þannig að flestir munu finna eitthvað sem hentar þeim.
Hvernig get ég tekið út vinninginn minn?
Útborgun vinninga er jafn einfalt ferli og að leggja inn! Sértu búin/n að græða dágóða summu með því að spila rúllettu á netinu, geturðu valið að taka út peningana þína með ávísun í næstum öllum spilavítum á netinu.
Hversu gamall/gömul þarf ég að vera til að spila?
Algengasta svarið er 18 ára og eldri en þetta getur verið misjafnt eftir löndum.